föstudagur, október 14, 2005

Fékk nasasjón af norðlenskum vetri í morgun. Það hefur að vísu verið snjór hérna siðastliðinn mánuð en núna er allt á kafi. Í morgun skóf eg bílinn að venju en gat ómögulega brotið klakann af rúðunum. Og hann fór ekki þessa 13 kílómetra sem eru að meðferðarheimilinu og allur hiti og blástur á fullu. Svo komst ég því þegar ég var að reyna að brjóta klakann að puttarnir á mér væru orðnir stífir af kulda. Það er miður október! Oh my God, hvernig verður þetta! Hér er bæði skafið og samdað (stundum) en ekki vegurinn að heimilinu auðvitað. Það var alveg með naumundum að ég sæi hann og auk þess skóf snjórinn botninn á Subarunum. Hann komst þetta alveg, audda. (Mig langar samt í nýja Pajeroinn.)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...