laugardagur, október 08, 2005
Þetta er undarlegt lýðræði. Ég er að fara að kjósa um sameiningu sveitafélaga á eftir. En þótt ég sé að kjósa í fyrsta skipti um sameiningu, og þá meina ég sameiningu sem skiptir mig e-u máli, þá eru Aðaldælingar ekki að kjósa um þetta í fyrsta skipti. Gott ef þetta er ekki í þriðja sinn. Sameiningu hefur alltaf verið hafnað hér. Helstu rökin eru þau að svæðið sem á að sameina er alltof stórt. Við eigum, svo dæmi sé tekið, að sameinast Raufarhöfn og þangað er rúmlega tveggja tíma akstur. Svæðið er alltof stórt og þessi sameiningarhugmynd er fáránleg. Það versta við þetta allt saman er að þótt sameiningu hafi verið hafnað áður aðallega vegna þess að svæðið sé of stórt þá ekkert tillit tekið til þess. Nei, svæðið er bara stækkað. Svo er kosið aftur og aftur og aftur þangað til fólk gefst upp og segir já. Þá er náttúrulega líka búið að hóta minna framlagi úr Jöfnunasjóði og svoleiðis. Það eru ekki bara Aðaldælingar sem búa við svona skrítið lýðræði, það er fullt af sveitafélögum sem hafa þann lýðræðislega rétt að segja já. Þetta minnir óneitanlega á vinnubrögð Evrópusambandsins sem lætur þjóðir kjósa þar til ,,rétt" niðurstaða fæst. Hins vegar er það afar merkilegt í ljósi umræðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur í fyrra sem þykja alveg ómögulega vegna kostnaðar að það er hægt að kjósa aftur og aftur um sameiningu. Það er ekki of dýrt. Þetta er alveg merkilegt lýðræði. Um sumt er hægt að kjósa aftur og aftur en um annað fæst ekki einu sinni ein atkvæðagreiðsla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
já, og um leið og „rétta“ niðurstaðan fæst er hún gersamlega negld og engar atkvæðagreiðslur meir. Hlutirnir SKULU í gegn!
SvaraEyða