miðvikudagur, október 05, 2005

Í fyrradag varð ég sárlega móðguð á meintu þjónustufyrirtæki í næsta kaupstað. Í gær vaknaði ég upp og allt var orðið hvítt aftur og flughált á vegum. Síðar um daginn fékk ég launaseðilinn minn og þá fór ég bara að gráta. Var að velta fyrir mér búsetu- og atvinnumöguleikum þegar ég rak augun í að það hafði verið dregin af mér þreföld húsaleiga. Hringdi strax og komst að því að þetta voru hrein og klár mistök. Þá byrjaði sólin allt í einu að skína og jörð var orðin auð aftur.
Ég lifi mjög dramatísku lífi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli