Í fyrradag varð ég sárlega móðguð á meintu þjónustufyrirtæki í næsta kaupstað. Í gær vaknaði ég upp og allt var orðið hvítt aftur og flughált á vegum. Síðar um daginn fékk ég launaseðilinn minn og þá fór ég bara að gráta. Var að velta fyrir mér búsetu- og atvinnumöguleikum þegar ég rak augun í að það hafði verið dregin af mér þreföld húsaleiga. Hringdi strax og komst að því að þetta voru hrein og klár mistök. Þá byrjaði sólin allt í einu að skína og jörð var orðin auð aftur.
Ég lifi mjög dramatísku lífi.
miðvikudagur, október 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli