fimmtudagur, október 06, 2005
Fékk mikla Akureyrarlöngun í dag sem ég lét auðvitað undan Eyddi fullt af pening sem ég hélt ég ætti. Kom síðan upp úr dúrnum að ég átti miklu minna en ég hélt. Oh, well, maður lifir bara einu sinni. Er samt fegin að ég ákvað að bíða aðeins með að kaupa gestarúm þar sem ég sá ekki fram á að geta flutt það í mínum fjallabíl. Það þýðir að ég get borðað út mánuðinn. Þótt það sé bara hafragrautur. Þetta er nú ekki alveg svo slæmt. Komst að því mér til mikillar gleði að Akureyringar eiga alvöru bókabúð sem ég sleppti mér samt ekki í fyrst ég er búin að finna sálufélaga í glæpareyfurum. Keypti bara eina teiknimyndasögu. Svo til að fullkomna gleði mína þá átti Bónus CRUNCHY MUESLI!!! I'm a happy, happy cookie!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli