föstudagur, nóvember 18, 2005
Þá er ég búin að fara í vikulegan verslunarleiðangur til Húsavíkur og er tilbúin í helgina. Finnst alltaf gott að fá helgarfrí en er sérstaklega ánægð með það núna. Búin að vera eitthvað þreytt þessa viku. Held reyndar að ég viti hvað það er. Þegar ég lagðist í löngu flensuna þá hætti ég alveg að hreyfa mig fyrir utan þetta nauðsynlega. Svo kom kuldakast og... Bara allar ástæður til að hola sér niður í sófa og gera sem minnst. Núna er tollurinn að koma. Því minna sem maður gerir því latari verður maður. Ég ætla því að hreyfa mig um helgina. Ég á hlý föt og get alveg dröslast út að labba. Það er m.a.s. skíðagöngubraut hérna. Ég á að vísu ekki skíðin en get kannski fengið þau lánuð. Ætla alla vega að skoða brautina um helgina. Get kannski fundið fleiri gönuleiðir þótt það sé ekki annað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli