Úff, gerði heiðarlega tilraun til venjulegrar göngu. Það var tveggja tíma barningur í gegnum ýmsar gerðir snjós (er eignafallið ekki örugglega svona?). Glærasvell leynir sér ekki en það er erfitt að átta sig á hvítkristölluðum snjó. Er hann það frosinn að ég renni, nógu frosinn til að halda mér, ekki nógu frosinn til að halda svo fóturinn stingist metra niður? Ég átti við allar þessar gerðir í dag. Verst er þegar maður dúmbar niður í hverju skrefi og þarf að klofa. Ég geri mér samt vonir um að ég hafi fengið mikla líkamsrækt út úr þessu. Það er hins vegar ljóst að ég reyni þetta ekki aftur fyrr en snjóa leysir. Best að athuga með gönguskíðin.

Ummæli

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir