miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ég er með einhverja tómleikatilfinningu. Jólablúsinn er óvenju snemma á ferð í ár.

2 ummæli:

  1. Sæl, frænka og takk fyrir kveðjurnar. Varðandi spurninguna þá er það eitt að segja að kauphækkanir eru 2,5%, 2,25% og 2,25% næstu 3 árin. Við getum þá einfaldlega dregið þessar hækkanir frá verðbólgunni til að sjá nokkurnveginn launaskerðinguna. Ef við gerum ráð fyrir 4,25 - 4,5% verðbólgu erum við að tala um 2% kjararýrnun á ári eða 6% til 2008. Við verðum hins vegar líka að athuga að margir þættir, eins og t.d. fasteignaverð,virkjanaframkvæmdir o.s.frv. hefur áhrif á verðbólgu en ekki í raun á verðlagningu. Verðbólgan hefur hins vegar áhrif á verðtryggð lán og skuldir heimilanna o.s.frv. þarna eru því margir þættir sem spila saman. Hins vegar er óhætt að slumpa á að kjör kennara muni rýrna um u.þ.b. 6% á samningstímabilinu frá því sem nú er. Vona að þetta svari þér einhverju.

    SvaraEyða
  2. Takk kærlega. Ég vissi að það yrði kjarnarýrnun, langaði bara að vita ca. hversu mikil.

    SvaraEyða