Gyðingaljósið mitt var með ónýta peru svo ég keypti nýjar. Rauðar. Rosa flott. Er alveg a fullu að taka þátt í jólunum. Eða miðsvetrarhátíðinni. Hey! Ættum við að halda borgaraleg jól? Svo getum við haldið borgaralega páska og borgaralega hvítasunnu. Svo getum við skírt og jarðað borgaralega.

Ummæli

  1. Þetta er allt heiðið og því í góðu lagi fyrir okkur trúleysingja að halda jól og páska með góðri samvisku. Jólatré, jólakúlur, jólaljós, páskakanínur og páskaegg hafa ekki baun með kristni að gera. :)

    SvaraEyða
  2. Það var náttúrulega stefnan hjá kirkjunni að innlima bara heiðnar hátíðir svo umskiptin gengju betur.
    Núna er verið að gera allt ,,borgaralegt". Ef við viljum halda ljósahátíð í svartasta skammdeginu þá að það bara að heita það. Ef fólk vill halda manndómsvígslur þá eiga þær að heita það, ekki ferming. Ef við viljum ekki vera kristin þá eigum við bara að sleppa því. Það truflar mig bara að fólk afneiti kristni en sukki svo í hátíðarhöldunum.

    SvaraEyða
  3. PS. Þetta er ekkert persónulegt gagnvart einum eða neinum. Þetta er bara eitthvað sem er að velkjast hjá mér.

    SvaraEyða
  4. Orðið "jól" á ekki rætur sínar að rekja til kristninnar, heldur er það miklu eldra. Sá sem heldur JÓL heldur heiðna hátíð. Það þarf því ekki að halda borgaraleg jól eða breyta nafninu, þó að maður sé ekki kristinn.

    Ef þú vilt vera kórrétt í kristninni ættirðu kannski að kalla þetta Kristsmessu eins og enskumælandi fólk gerir. ;)

    SvaraEyða
  5. öö...

    Já þú getur verið með Borgaralega jarðaför, giftingu o.s.frv.

    http://www.sidmennt.is/

    En ég skil ekki þessa áráttu við að hnussa svona yfir þessu. Hvers vegna? Þetta er valkostur fyrir fólk. Er rangt að aðlaga hinum ýmsu siðum okkar þjóðfélags að hópum sem vilja hafa þetta öðruvísi?

    SvaraEyða
  6. Ég hlýt nú að mega ,,hnussa" yfir því sem mér sýnist á mínu bloggi.

    SvaraEyða
  7. Auðvitað máttu það! Og þó að ég sé ósámmála þér algjörlega þá vonandi tekuru það ekkert voðalega illa.

    Mig langaði bara að benda á aðrar hliðar málsins. Og segja mitt álit á þessu. Ef ég er að skjóta eitthvað yfir markið þá skal ég draga úr orðum mínum.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir