Hér er hvasst. Hins vegar hlýtur að hafa hlýnað því hálkan er að fara. Ég finn að visu ekki fyrir neinum hlýindum. Þar sem ég er farin að fá martraðir um að snjóa inni og hafa ekkert að borða þá fór ég aftur í verslunarleiðangur í dag. Núna á ég mat í frysti og líður miklu betur.
Tiltektirnar gengu vonum framar i gær og núna lítur vinnuherbergið mitt næstum út sem slikt. Í tiltektunum fann ég aðgangsorðið að Íslendingabók svo ég geri mér vonir um að átta mig á af hvaða fólki myndirnar eru sem ég fann um daginn.

Ummæli

  1. Smá forvitni: Eru þessar myndir af forfeðrum þínum og Daníels? Var bara að velta fyrir mér þessu fólki og ættarsvip - ef einhver er! :) Eða eru þetta myndir af forfeðrum þínum bæði í móður- og föðurætt, svona í bland? Sum nöfnin kannast ég við en ekki öll.
    Væri gaman að eiga afrit af myndum sem eru tengdar Daníel...

    SvaraEyða
  2. Þetta er allt í föðurættina mína, því miður. Mig langar sjálfa óskaplega í myndir í móðurættina. Daja frænka átti auðvitað myndir af öllum en ég veit bara ekki hvert þær fóru:(

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir