fimmtudagur, desember 15, 2005
Í sérkennslunni legg ég fyrir alls konar próf. En þegar það kemur að almennri bekkjarkennslu stend ég staðfastlega í þeirri meiningu að ég eigi ekki að semja fleiri en eitt. Af því að ég fæ ekki borgað fyrir fleiri. Ég stend í þessari meiningu af því að mér var sagt þetta af mér reyndara fólki. Veit einhver kennaramenntaður hvort þetta sé rangt?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
ó mín kæra!
SvaraEyðaÉg held að í þessu sé ekkert rétt eða rangt. Á maður yfirhöfuð að gera próf? Ætti maður þá ekki að gera sérstakt próf fyrir hvern einstakling af því að maður á að koma til móts við hvern og einn? Hvernig á sama prófið að ganga yfir alla ef þeir eru í einstaklingsmiðuðu námi? Fyrir nú utan bara allt sem kennarar eiga að gera, sem stendur ekki í starfslýsingu. Hvað stendur um próf í henni?
Þessi umræða kom nefnilega upp einu sinni út af einstaklingmiðuðu námi. Í þeim umræðum voru allir sannfærðir um þá túlkun samninga að við fengjum bara borgað fyrir eitt próf. Auk þess hélt ég að einstaklingsmiðaða námið væri mismunandi leiðir að sama takmarki. Að endingu ættu allir að læra það sama. Eða það sem tiolgreint er í Aðalnámsskrá.
SvaraEyðaBest að ég skjóti því inn í að Gerður fræðslustýra sagði á fundi með kennararáðum í Breiðholti í fyrra að einstaklingmiðað nám gengi ekki upp í bekkjarkerfi. Að því hafa flestallir kennarar komist að.
Ég er sem sagt að tala um annarpróf og það er í sambandi við þau sem fyrri viðmælendur mínir voru alveg með það á tæru að maður fengi bara borgað fyrir eitt próf. En skv. því sem þú segir þá er þetta misjafnt eftir skólum. Allt í lagi, ég beygi mig undir það. Best að taka það fram að ég útfæri könnunarprófin á ýmsa vegu og læt fólk ekki taka þau sömu.
SvaraEyðaÉg er líka hlynnt einstaklingsmiðuðu námi en tuttugufalt námsefni, tuttuguföld kennsla og tuttugu próf á einföldu kaupi. Held ég afþakki það. En ef bekkjarkerfið verður brotið upp þá erum við að tala um allt aðra hluti.