Björn Bjarnason bloggaði í gær eða fyrradag. Hann neitar að útskýra fyrir fréttastofu Stöðvar 2 hvað hann meinti í blogginu sínu. Mér finnst það fullkomlega eðlilegt, honum ber engin skylda til að útskýra sín bloggskrif.
Eða hvað?
Mér finnst bloggmenningin farin að vera eitthvað undarleg. Það er litið á blogg sem öruggar heimildir um eitthvað og farið að vitna í blogg í fréttum nánast á hverju kvöldi. Ég veit að netið er opinber miðill en engu að síður hef ég alltaf litið á blogg sem hugleiðingar og spekulasjónir um lífið og tilveruna, menn og málefni án þess að það sé endilega hin opinbera skoðun bloggarans.
Það skiptir mig engu máli hvað Björn Bjarnason eða Össur Skarphéðinsson segja á blogginu sínu, það sem skiptir mig máli er hvað þeir gera og segja í vinnunni*. Þeir eru ekki ráðherrar allan sólarhringinn.
*(Ég vona t.d. að það sé ekki Björn sem liggur linnulaust á blogginu mínu á vinnutíma. Ég hef fengið margar heimsóknir frá Tölvumiðstöð Dómsmálráðuneytisins.)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Björn er örugglega tryggur lesandi þinn.
SvaraEyðaÉg er ekki alveg sammála þér, mér finnst ráðherrar vera ráðherrar allan sólarhringinn og verða að taka ábyrgð á öllu sem þau segja og gera meðan þau gegna þessu starfi. Ég held m.a.s. að launin geri ráð fyrir því, þau eru alltaf á vakt.
EN hins vegar er ég sammála því að bloggin er farið að taka óþarflega alvarlega, það er eiginlega dálítið þreytandi.
Ég hef annars ekki græna glóru um það hvað Björn skrifaði, hef aldrei nennt að lesa hann (sorrí Björn, bara verð að takmarka lestrarlistann).