Gamli forsetabíllinn var gerður upp og átti að vera sparibíll embættisins. Núna er hann búinn að standa inni í skúr í (sic)10 ár af því að verkkaupandinn tímir ekki að borga þessar 20 milljónir sem verkið kostaði. Núna veit ég ekki nákvæmlega hver er verkkaupandinn, sennilega forsetaembættið, en er alveg viss um að peningarnir koma af almannafé.
Braveheart segir mér, eftir kunnugum, að það fari ca. 1500 - 2000 vinnustundir í að gera upp gamla bíla. Tíminn hjá iðnaðarmanni er um 5000 krónur. Þarna eru þegar komnar 10 milljónir bara í vinnuna. Þá er allt efnið eftir.
Það má vel vera að þetta sé óþarfa eyðsla á almannafé en eyðslan liggur ekki í verkinu heldur ákvörðuninni um verkið.
Mér finnst þetta dálítið dæmigert fyrir hugarfarið sem er í gangi. Við skulum eyða og spreða milljörðum í ónauðsynlegar varnir, umsókn um sýndarmennskusæti í Öryggisráðinu og flottræfils sendiráð út um allar jarðir. Svo skulum við snuða handverksmanninn um launin hans til að spara.
(Stafsetningarvilla löguð eftir athugasemd:))
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Hárrétt athugað. En eru ekki tvö k í verkkaupandi?
SvaraEyðaJá, og eigum við ekki svo að lækka launin hjá ræstingafólkinu í leiðinni ;)
SvaraEyða