Ég hef lengi tilheyrt einni óvinsælustu stétt landsins og nú er ég að tengja mig annarri, bændum. Þrátt fyrir að neysla almennings á íslenskum landbúnaðarafurðum sé í kringum 10% þá bera nú bændur samt ábyrgð á allri dýrtíð. Hagur almennings myndi snarbatna ef tollar yrðu afnumdir og leyft að flytja inn erlent kjöt og mjólk. Örugglega, alveg most diffenetly. Stórgrosserar eru nefnilega þekktastir fyrir einmitt það að stuðla að bættum kjörum almennings. Auðvitað gengur Baugi það helst til sem helsta málsvara aukins innflutnings. Þeir ætla örugglega ekki að vera innflytjendur og heildsalar hráefnisins. neinei, alls ekki. Og þegar þeir eru búnir að slátra íslenskum landbúnaði og allri samkeppni þá helst útlenda kjötið örugglega áfram ódýrt. Baugur er nefnilega alltaf að hugsa um hag alþýðunnar. Af hverju í ósköpunum ættu þeir að hækka útlenda kjötið þegar það er eina kjötið á markaðnum? Það er alveg með ólíkindum að mér skuli detta þetta í hug.
En ég ætlaði að ræða um hagræðinguna. Búið okkar gengur svo sem allt í lagi, við erum langt frá því að vera rík en tiltölulega réttu megin við fátækramörkin. Ég er nefnilega í fullri vinnu annars staðar. Það er samt nokkuð víst að í framtíðinni verður bara um tvennt að velja, leggja niður búskap eða kaupa róbót. Ég er alveg til í róbót. Þá er hægt að hafa um 80 kýr sem mjólka sig bara sjálfar.
Það er að vísu eitt sem ég er að spá. Í róbótahúsum er græja þar sem kýrnar hreinsa sjálfar af spenunum og svo fara þær sjálfar í mjaltagræjuna. Mannshöndin kemur hvergi nálægt. Við hins vegar eyðum löngum tíma í að þvo spenana því þær eiga það til að leggjast í flórinn. Ég er svo sem ekkert að efast um að hreinlætið sé ekki gott í róbótahúsum, Mjólkursamsalan hlýtur að sjá ef það kemur mikill flór með mjólkinni. Kosturinn við handvirka mjaltabásinn er hins vegar sá að við sjáum hvern einasta spena, við sjáum hvort þær hafi stigið á sig, hvort spenarnir eða júgrið sé sárt á einhvern hátt. Fyrir utan að við sjáum kúna, klaufirnar og fæturna og hana alla tvisvar á dag og getum fylgst með því að allt sé í lagi. Það hlýtur að vera erfitt í hundrað kúa, sjálfvirku fjósi. En hverjum er ekki sama um líðan kúa? Mjólkin verður ódýrari.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Heild- og smásölugrósserarnir voru mjög snöggir að gleypa virðisaukaskattslækkunina um árið og tölur benda til að álagningarprósenta hafi hækkað í nánast öllum viðskiptum, m.a. hjá olíufélögunum. Þrátt fyrir þetta held ég að það sé rangt hugarfar að gefast upp, frekar þarf að styrkja eftirlit með samkeppni og verðlagi og setja hæfilegar refsingar á lið sem rænir neytendur.
SvaraEyðaÞað er svo önnur staðreynd að afurðarstöðvar, olíufyrirtæki, áburðarverksmiðju og ýmsir aðrir milliliðir hafa farið skelfilega með bændur og hirt nær alla landbúnaðarstyrki. Þá er bara tvennt í stöðunni fyrir skynsamt fólk, a) að breyta kerfinu og gera bændum kleift að selja beint til smásalans (til þess þarf að sameina bú og hagræða svo hver bóndi geti verið sín eigin afurðastöð og heildsali) eða b) að selja jörðina undir sumarhús (eða einhverjum auðgreifa), flytja á mölina og hefja nýsköpun í atvinnulífinu, s.s. vefverslun með mjólkurkvóta e.þ.h. (mér skilst að á Íslandi séu aðstæður hvað bestar í heiminum fyrir frumkvöðla).
Oj, hvað mér líst illa á róbótamjólkun. En getur þú ekki bara verið eins og allir aðrir og unnið tvær hundrað prósent vinnur, mjólkað og kennt? Hvað er þetta með þig kona?
SvaraEyða