föstudagur, maí 13, 2005

Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að þetta blogg ber ekki að taka á einhvern léttvægan hátt. Allt það sem hér er skrifað er fullkomin og fúlasta alvara. Ég endurtek: Fullkomin alvara! Hér er aldrei neinn fíflaskapur á ferð. Ég reyni aldrei, aldrei nokkurn tíma að vera fyndin. Ég skrifa þetta blogg ekki mér til gamans. Ég held þessari bloggsíðu úti til að reyna breyta heiminum. Ég flyt boðskap! Ekki fíflagang!

1 ummæli:

  1. Æ, æ, æ, þá hefur maður verið að lesa þig á röngum forsendum allan tímann. Núna þarf maður að lesa allt upp á nýtt.

    SvaraEyða