Dýralæknirinn sagði að við skildum gefa honum mánuð og sjá til. (Braveheart var ekkert yfir sig ánægður.) Svo nú er bara að sjá til hvernig þetta þróast.
miðvikudagur, janúar 28, 2009
Stevie Wonder
Í haust stakk Lilla af. Sem þýddi auðvitað að hún fékk ekki pilluna sína í einhvern tíma. Þegar hún skilaði sér í hús var haldið áfram að gefa henni pilluna þar til að ljóst var að hún var kettlingafull. Í nóvember eignast hún 3 kettlinga, eina læðu og tvo högna. 2-4 vikum seinna drepast læðan og annar högninn með stuttu millibili. Hinn högninn þráast við en fólki finnst hann eitthvað undarlegur. Núna er hann orðinn tveggja mánaða. Hann gengur á, hann kann ekki á kassann, hann étur á sig gat þegar hann kemst í mat og er með drullu. Það er alveg ljóst að hann sér illa en hvort hann sé eitthvað vangefinn líka er ekki vitað. Í gær fór ég með Lillu til dýralæknisins og lét taka hana úr sambandi. (Hún verður kettlingafull í gegnum sprautuna og stingur af þegar hún er á pillunni svo það var ekkert annað í stöðunni.) Ég tók skrítna kettlinginn með mér og lét skoða hann. Hann gekk aðeins um á skoðunarborðinu og húrraði út af. Svo reyndi dýralæknirinn að veifa einhverju fyrir framan hann en hann veitti því enga athygli. Svo annað hvort er hann hálfblindur eða staurblindur. Dýralæknirinn áttaði sig strax á því að ég er aumingjagóð með afbrigðum og vil ekki láta svæfa hann fyrr en í fulla hnefana svo núna er kettlingurinn kominn heim. Í gær pissaði kettlingurinn í kassann, (húrra!) og rakti sig um alla íbúð. Hann er mjög kattalegur, hann er ekki með einhverja undarlega hegðun. Í morgun heyrði ég í honum í svefnherberginu og hann pissaði þar og kúkaði:( Góðu fréttirnar eru að hann er ekki með niðurgang.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli