- Við erum svo miklar gungur við þorum ekki að axla ábyrgð á því starfi sem við erum þó að bjóða okkur fram til. Það hefur komið þráfaldlega fram vilji til sameiningar (3 skólaskýrslur) við þorum bara ekki að taka af skarið. (Við gætum orðið óvinsæl og hrakin frá kjötkötlunum.) Þess vegna ætlum við aftur og enn að reyna að firra okkur pólitískri ábyrgð og varpa henni yfir á annað fólk.
- Við erum eitt sveitarfélag þar sem allir útsvarsgreiðendur borga fyrir rekstur skólanna. Okkur er bara skítsama um vilja allra íbúa sveitarfélagsins. Ef þeir eru ekki partur af
útvaldaskólasvæðinu þá kemur þeim þetta ekkert við þótt þeir borgi brúsann. Fari lýðræði og jafnræðisregla til helvítis. - Við ætlum að láta vinna enn eina skýrsluna, við ætlum halda áfram að moka í þessa botnlausu hít af því í rauninni erum við að reyna að komast hjá því að taka ákvörðun.
- Ef þetta og ef hitt þá munum við kannski.... Við erum búin að koma þeirri kjaftasögu af stað að verði vilji til að flytja Þingeyjarskóla í eitt hús þá verði Hafralækjarskóli fyrir valinu. Það vilja Reykdælingar alls ekki og þar sem þeir eru fleiri en Aðaldælingar þá verður tillagan mjög líklega felld. (Sem er auðvitað hin raunverulega ástæða þess að aðeins á að kjósa á skólasvæðinu.) Þá erum við komin með blessun íbúanna fyrir þessu óbreytta, ógeðslega ástandi og getum haldið áfram að moka undir rassgatið á sjálfum okkur, vinum okkar og vandamönnum. We win, you lose. Suckers!
fimmtudagur, maí 15, 2014
Skólastefna Samstöðu - true meaning
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Sæl Ásta.
SvaraEyðaÉg skil þessa bloggfærslu þína þannig að hér sé um að ræða fyrstu viðbrögð þín við fréttum af skólastefnu Samstöðu sem í millitíðinni hefur litið dagsins ljós og þú hefur skrifað nýrri bloggfærslu um þessa væntanlegu kosningu. Eitt sé ég sem mig langar að benda þér á en það er sú staðreynd að kosningabærir íbúar á skólasvæði Hafralækjarskóla eru fleiri en á skólasvæði Litlulaugaskóla þar sem fyrri skólinn þjónustar jú ekki eingöngu Aðaldal. Síðan er það nú svo að fólk greiðir ekki atkvæði út frá því hvar það býr heldur út frá skoðunum sínum. Skoðanir eru ekki svæðisbundnar þó svo að maður gæti ætlað það út frá ástandinu eins og það er í sveitarfélaginu í dag.
Jú, þetta eru fyrstu viðbrögð, ég hefði mátt bíða aðeins. En það er svona, gert er gert.
SvaraEyðaÉg vona svo sannarlega að fólk kjósi eftir skoðunum sínum. Hins vegar vitum við bæði að stundum byggjast skoðanir fólks á því hvar það býr eins og þú réttilega bendir á.