mánudagur, október 26, 2020
Að semja við narsissista
miðvikudagur, september 23, 2020
Fíasól og Skuggi
Skuggi Fíasól |
Skuggi kom til okkar 2016 ásamt Batman bróður sínum. Því miður varð (sic.) Batman fyrir bíl ári seinna svo Skuggi varð einn. Hann er afskaplega rólegur köttur en vill hafa hlutina á sínum forsendum. Hann vill ekki láta halda á sér og klappa sér en honum finnst ósköp notalegt að liggja á gólfinu og fá strokur. Honum finnst líka ofboðslega gott að borða.
Fíasól kom 2018. Við fengum hana sem högna og skírðum Messi. Seinna kom í ljós að hún var lítil stelpurófa. Við ætluðum bara að láta hana heita Messi áfram en vinkona mín kom í heimsókn og kallaði hana Fífí og Fíusól. Fíasól smellpassaði svo hún hefur heitið það síðan. Fíasól er mikill veiðiköttur og er því með bjöllur og trúðakraga. Sá siður hefur haldist frá því að hún var kettlingur að hún fær (laktósalausa) mjólk á morgnana. Hún fékk hana á eldhúsbekknum svo hundurinn næði ekki mjólkinni. Hún kemur enn á morgnana og vill oft láta lyfta sér upp eins og þegar hún var lítil þótt hún geti auðveldlega stokkið😉
Á kvöldin fá þau blautmat sem fóstri þeirra gefur þeim. Þau mæta og bíða.
Þannig er mál með vexti að lausaganga katta er bönnuð á Húsavík. Þau frændsystkinin eru vön því að fá að fara út og hægara sagt en gert að breyta útiköttum í inniketti. (Fyrir nú utan nú að leigusalinn vill ekki ketti.) Því biðlum við til einhverra góðhjartaðra kattavina þar sem lausaganga er leyfð ef þeir gætu mögulega passað kettina okkar í vetur🙏
sunnudagur, september 06, 2020
Hús til leigu.
Húsið okkar. |
Hús okkar á Hálsi í Kaldakinn er til leigu, alla vega næstu 5 mánuði. Húsið er búið húsgögnum.
161 fm, þrjú svefnherbergi, eitt gestaherbergi með rennihurðum, tvö baðherbergi, eldhús og stofa.
Leiga: 130.000 þús.
Hægt er að semja um leigu á herbergjum ef fleiri vilja leigja saman.
Gott væri ef leigjendur gætu leyft tveimur köttum að búa með sér.
Marteinn: marteinngunnars@gmail.com, GSM 893-3611.
Einnig er hægt að fá lítið eins herbergis hús til langtímaleigu.
föstudagur, júlí 10, 2020
Ófrægingarherferð narsissistans
- Þú sagðir eða gerðir eitthvað sem lét þá líta illa út. Þeir gera hvað sem er til að laga ímynd sína og láta þig líta illa út í staðinn.
- Ómeðvitað veit narsissistinn að þú hefur áttað þig á honum svo hann byrjar að skíta þig út svo ef þú myndir segja einhverjum frá þá trúir þér enginn.
- Þeir eru að missa stjórnina á þér og eru að reyna að ná henni aftur.
sunnudagur, júlí 05, 2020
Davíð og Golíat
Þann 2. júlí birtist grein í Fréttablaðinu þess efnis að ungur maður, Davíð
Atli Gunnarsson, hefði ekki komist inn í viðskiptafræðideild Háskólans á
Akureyri. Davíð var heldur undrandi á þessum móttökum enda dúxaði hann úr
Framhaldsskólanum á Húsavík árið á undan. Ég kenndi Davíð í Framhaldsskólanum
og get lítið annað sagt en að Háskólinn á Akureyri er að missa frá sér mjög
góðan nemanda. Davíð er bæði samviskusamur og greindur og ég veit fullvel að
hann yrði fljótur að vinna upp þann viðskiptafræðigrunn sem strandar á. Hann
hefur unnið í bókabúðinni á Húsavík undanfarið ár og hefur vafalítið bætt þar í
sarpinn.
Hins vegar átta ég mig vel á að Háskólinn verður að hafa eitthvert viðmið,
einhver inntökuskilyrði. Orð gamalla kennara vega lítils og með réttu. Það breytir því þó ekki að með ströngum inntökuskilyrðum sínum er HA, á ákveðinn hátt, að mismuna nemendum eftir búsetu.
Og þá komum við að vanda málsins; Framhaldsskólinn á Húsavík er lítill
skóli, hann getur ekki boðið upp á allar þær brautir og áfanga sem stóru
skólarnir geta. Vissulega erum við að tala um fjármuni, hver skóli fær
fjárframlag frá ríkinu eftir fjölda nemenda. Það liggur í hlutarins eðli að 100
nemenda skóli fær mun minna framlag en 1000 nemenda skóli. Í beinu framhaldi má spyrja: Er einhver
tilgangur að halda úti svo litlum skólum? Ég spyr beint á móti: Er einhver
tilgangur með því að halda byggð í landinu?
Auðvitað væri það ósköp þægilegt ef við byggjum öll á suðvestur horninu en
hver yrkir þá jörðina? Er hægt að vera með alla útgerð frá Reykjavík? Koma
tekjur ferðaþjónustunnar allar frá suðvestur horninu?
Ég veit að við erum öll sammála um að sextán ára börn eru börn,
sjálfræðisaldurinn var hækkaður úr sextán árum upp í átján 1997. Það hlýtur að
vera skiljanlegt að börn vilji nema í sinni heimabyggð. Það hlýtur að vera
skiljanlegt að foreldrar vilji hafa ósjálfráða börn sín hjá sér. Verði litlu
skólarnir aflagðir þá er sú hætta til staðar að sumir nemendur sæki ekki þá
menntun sem hugur þeirra stendur til. Sú hætta er einnig til staðar að
fjölskyldur flytji frá heimahögum sínum til að geta veitt börnum sínum menntun.
Nú þegar fara nemendur í stærri skólana einmitt til að geta fengið þá menntun
sem hugur þeirra stendur til.
Eins vondur og Covid faraldurinn er þá hefur hann samt kennt okkur í
framhaldsskólum landsins að það er hægt að sinna nánast allri kennslu í gegnum
netið. Ekki svo að skilja að fjarnám sé eitthvað nýtt undir sólinni en nú
reyndi öðruvísi á. Kennarar og nemendur reyndu nýja hluti og nýjar nálganir og
búa nú yfir heilmikilli reynslu. Netkennsla kemur aldrei í staðinn fyrir
viðveru í skóla og mannleg tengsl en við vitum að þetta er hægt. Margir skólar
eru að huga að breytingum og ætla að setja hluta námsefnis og kennslu á netið.
Ég sé fyrir mér að framhaldsskólar vinni saman og að nemendur litlu skólanna geti
tekið í fjarnámi þá áfanga sem ekki er hægt að kenna í þeirra skóla. Ég ætla
ekki að þykjast geta útfært slíkt en von mín er sú að framvegis muni nemendur
sem t.d. hyggja á viðskiptafræðinám geta tekið þá áfanga í fjarnámi frá öðrum
skóla. Þetta er gert að hluta nú þegar og hlýtur að vera hægt að víkka út slíkt
samstarf allra skóla landsins.
fimmtudagur, júlí 02, 2020
Þjóðremba?
fimmtudagur, júní 04, 2020
Ferðast innanlands
þriðjudagur, júní 02, 2020
Fljúgandi apar
Sjálfsdýrkandi myndar ekki auðveldlega djúpa tengingu eða tilfinningasambönd við fólk og eiga þessir einstaklingar oft yfirborðskennd vinasambönd sem oft byggja á aðdáun og gagnrýnisleysi „vina“ sem fá einungis að kynnast upphafinni sjálfsmynd narsissistans. Átök eru því ekki algeng í þessum tengslum. Oft eru þetta einstaklingar sem sjálfsdýrkandinn velur vegna þess að honum steðjar ekki ógn af þeim og öðlast mikilvægi hjá eða nær valdi yfir, til að mynda með að vera hjálplegur gagnvart þeim, til dæmis með því að veita þeim fría þjónustu og því upplifaður sem einstaklega góður vinur. Þessir einstaklingar virðist stundum hreinlega „dýrka“ narsissistann og eru tilbúnir að ganga fram til að tala máli hans eða verja hann og myndu til dæmis hringja í börnin, makann eða aðra til að tala máli hans óafvitandi að þau er lítið annað en tól í stjórnunarleik hans.
þriðjudagur, maí 26, 2020
Í neti narsissistans
Í neti narsissistans
Undanfarnar vikur hefur borið á aukinni umræðu um ofbeldi í samfélaginu meðal annars vegna álags sem myndast hefur inni á heimilum í einangrun. Ástæður þess að fólk beitir ofbeldi geta verið fjölmargar en stundum getur verið um að ræða ákveðna persónugerð sem kallast „Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun" eða „sjálfsdýrkandi" (narsissisti).
Sjálfsdýrkandinn er einstaklega slyngur í að spila hlutverk fórnarlambsins og næla sér í stuðning úr nærumhverfinu. Til að ná því fram svífst hann ekki neins og segir það sem honum dettur í hug til að ná í samkennd. Afar mikilvægt er að biðja fólk sem þig grunar að gætu verið sjálfsdýrkendur um staðreyndir. Þeir segja setningar eins og „hún er búin að senda mér fullt af ljótum skilaboðum ...“; „hún er búin að hafa af mér allar eigur ...“; „ég er bara á götunni ...“. Biðjið um að fá að sjá gögn eða aðra haldbæra hluti sem ekki er hægt að hrekja en fyrst og fremst skulið þið biðja um hina hlið málsins nema þú kjósir að vera eins og korktappi í ólgusjó narsissistans. Staðreyndir eru gjarnan í hrópandi ósamræmi við orðin. Hann bregst oftast ekki vel við slíkri bón og ásakar þig um að standa með hinum aðilanum og fær þig þannig til að draga þig í hlé, gjarnan með því að vekja hjá þér sektarkennd, til að halda friðinn. Hann kemst því oft langt í ásökunum sínum án þess að fólk sjái nokkurn tíma haldbær gögn. Þessar upplýsingar eru einstaklega mikilvægar í heimi lögmennskunnar þar sem narsissískir einstaklingar geta keyrt upp lögmannskostnað einungis byggt á orðum sínum og komast oft upp með það í lengri tíma að leggja ekki fram haldbær gögn máli sínu til stuðnings og mála sig sem fórnarlamb.
miðvikudagur, maí 13, 2020
Nýtt cover
sunnudagur, maí 10, 2020
Mæðradagurinn
Mig langaði alltaf til að eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Einn harðsvíraðasti trúleysingi sem ég þekki segir að allar lífverur hafi þörf fyrir að bera erfðaefni sitt áfram. Kannski er það umhverfið sem þrýstir á því guð veit að nóg er af fólkinu.
Ég veit ekki af hverju og ætla ekki einu sinni að reyna að svara því en mig langaði að eignast börn og ég veit að fullt af konum langar að eignast börn. Við getum það bara ekki allar.
Og þó svo að ég hafi verið svo heppin að ná að eignast tvo stráka þá er það ekki sjálfgefið.
Ég hef svo sem sagt þessa sögu áður. Í fyrstu tilraun missti ég fóstur. Það er svo þögguð lífsreynsla að ég hélt raunverulega að ég væri ein af fáum konum sem hefðu lent í því. Svo kom nú upp úr dúrnum að æði margar konur hafa misst fóstur. En þið vitið þetta er lífsreynsla kvenna og svoleiðis þarf að þagga. Sem er skrítið því barnsfeðurnir finna svo sannarlega til líka.
Í næstu tilraun var ég gengin 24 vikur á leið þegar barnið hætti að hreyfa sig. Þetta gerðist í júlí og allir í sumarfríi. Fæðingin var framkölluð og við jörðuðum litlu stúlkuna okkar sem átti að heita Þórhildur en var nefnd Björg. Hún hvílir hjá langömmu sinni og langafa sem áttu 5 stráka og ég veit að þau hugsa vel um hana.
Þar sem það voru sumarfrí fengum við ekki niðurstöðu úr krufningunni. Við vildum vita hvað hefði gerst og systir mín læknirinn fullvissaði mig um að læknirinn sem framkvæmir krufningar á litlum krílum væri mjög vandvirkur og virðingarfullur. Ég efast reyndar ekki um að allir læknar séu það en á þessum tímapunkti skipti þetta mjög miklu máli að heyra.
Svo tók við biðin. Ég vissi ekkert hvað hafði gerst. Hvort það væri einhver genagalli eða eitthvað að hjá mér. Hvort ég gæti yfir höfuð eignast börn. Við vorum byrjuð að huga að húsbyggingu en hættum að hugsa um hana. Hversu stórt þyrfti húsið að vera? Til hvers að byggja hús? Allt í einu var ekki tilgangur með neinu.
Við hugsuðum mikið. Ég grét. Maðurinn minn var reiður út í heiminn. Fjölskyldan mín var miður sín. Systir mín á tvær flottar stelpur svo við vissum að ættboginn héldi áfram en okkur langaði í fleiri börn. Það var jafnvel rætt að systur mínar myndu gefa mér egg eða ganga með fyrir mig ef það kæmi í ljós að eitthvað væri að. Þess vegna get ég ekki verið á móti staðgöngumæðrun.
Í huganum ættleiddi ég tvær kínverskar stúlkur. Þá var ástæða til að byggja hús og halda áfram. Ég hugsa stundum um þessar stúlkur sem ég átti í mánuð í huganum. Kunningjakona mín sagði að ég ætti þær einhvers staðar og mér finnst það falleg og hugguleg tilhugsun.
Svo kom upp úr dúrnum að það hafði vafist upp á naflastrenginn, þetta var sorglegt slys.
Við erum alveg ofboðslega heppin. Við fengum að eignast tvo stráka og við vitum svo sannarlega að það er ekki sjálfgefið.
Munum bara að þetta getur verið erfiður dagur. Það eru ekki allar konur mæður sem vilja og það er alveg ofboðslega erfitt.
þriðjudagur, apríl 28, 2020
Góður kúnni
mánudagur, apríl 27, 2020
Klimt og konurnar
föstudagur, apríl 24, 2020
Hvar er ég?
miðvikudagur, febrúar 26, 2020
Sannleikshallinn
föstudagur, janúar 24, 2020
Heimreiðin
þriðjudagur, janúar 07, 2020
Rússnesk rúlletta?
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...