föstudagur, september 03, 2004

Fyrir nokkrum árum var frétt í Ríkissjónvarpinu um mansal á konum. Í fréttinni var fjallað um að konur voru fluttar til Vesturlanda á fölskum forsendum og svo neyddar til að dansa á súlustöðum (þær eru nefnilega aallaaaar að vinna með háskólanáminu sínu og gera þetta af fúsum og frjálsum vilja, yeah, right) eða út í vændi. Einhverra hluta vegna fannst fréttamanninum Ólafi Sigurðssyni fullkomlega eðlilegt að sýna með þessari frétt myndir af stúlkum við súludans og einhverjar aðrar glennumyndir. Nú, mér fannst þetta vera gróf þversögn. Annars vegar var verið að tala um mansal á konum og hins vegar var verið að sýna konur sem kjötstykki. En eins og við vitum að þá virkar sálarlíf fólks þannig að því oftar sem við sjáum eitthvað því sjálfsagðara finnst okkur það. Ég hringdi í fréttastofuna og fékk að tala við Ólaf. Hann var ekkert nema dónaskapurinn og skildi bara ekkert um hvað ég, kerlingaróféti auðheyrilega í hans eyrum, væri að tala um. Það væri bara svo ægilega nauðsynlegt að ,,hafa grafíska útfærslu" með fréttinni. Jájá, það má nefna kvenfyrirlitningu ýmsum nöfnum, hún er samt kvenfyrirlitning. Hins vegar hefur Ríkissjónvarpið verið tiltölulega til friðs undanfarin ár.
En í kvöld var fjallað um nýafstaðið landsþing Repúblikana í Bandaríkjunum. Stöð tvö sýndi frá þinginu og svo viðbrögð John Kerry við ræðu Bush. Ríkissjónvarpið hins vegar sýndi frá þinginu, mótmælendur á götu úti sem voru eintómar fáklæddar stúlkur, vel súmað á brjóst og rassa og svo viðbrögð John kerry við ræðu Bush. Og hver skyldi nú fréttamaðurinn hafa verið? Mikið rétt, enginn annar en Ólafur Sigurðsson.

Að endingu langar mig að spyrja, í engu sambandi við þetta að ofan, af hverju sér maður engar feitar fréttakonur og fáar miðaldra fréttakonur á sama tíma og manni er boðið upp á feitan, gamlan og ótalandi fréttakarl?

Ef Ólafur Sigurðsson rekst á þennan pistil og vill fara í meiðyrðamál þá heiti ég Ásta Svavarsdóttir.

5 ummæli:

  1. Alveg hef ég oft og mörgum sinnum velt þessu fyrir mér með Ólaf. Aldrei yrði sambærilegur kvenmaður ráðinn til að flytja fréttir á skjánum. Það er annars svo margt ömurlegt í þessari jafnréttis (kyrr)stöðu. T.d. í vikunni var leitað til 9 karlmanna eftir áliti þeirra á skýrslu um viðskiptaumhverfi. Engin kona spurð. Hversvegna? Hefur engin kona neitt um þetta að segja? Eða eru kannski skoðanir kvenna ekki áhugaverðar?

    SvaraEyða
  2. Þetta var í Mogganum 1. september sl.

    SvaraEyða
  3. Æ, ég hef það stillt þannig að það geti bara kommentað þeir sem eru skráðir bloggarar svo það er display nafnið sem birtist. Ég nenni ekki að fá einhver nafnlaus skítakomment.

    SvaraEyða
  4. Ég var að svara kommentinu frá Tótu hér að ofan. Víst snýst þetta um kvenfyrirlitningu. Áhugaverðara sjónvarpsefni fyrir hvern? Ég hef engan áhuga á fáklæddum stelpum.

    SvaraEyða
  5. Ég er alveg innilega sammála þessu með Ólaf. Hann er með andlit sem hentar útvarpi, rödd sem hentar dagblaði og fréttamat sem hentar, tja, eiginlega engum fjölmiðli. Það er skandall að þessi maður skuli vera í ljósvakamiðli. En svo eru allar fréttakonurnar auðvitað sætar, grannar og stroknar. Nema hvað.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...