Skv. nýjustu fréttum þá eru samningaviðræðurnar ekki lengur ,,stál í stál". Ég er ekki hrifin af því, það þýðir að kennarar séu að gefa eftir. Það má alls ekki gerast.
Samninganefnd sveitafélagana ætlar að gera stikkprufur í skólum því hún trúir ekki samninganefndinni okkar ekki. Hún trúði henni ekki heldur í vor og gerði einhverja skoðanakönnun þá. Hvað kom út úr henni? Eitthvað sem þeim líkaði ekki? Eins og t.d. að kennarar væru upp til hópa óánægðir með þennan vinnutímaramma? Þetta er alveg viðbjóðslegur dónaskapur gagnvart samninganefndinni okkar að segja það bara svona beint út að hún sé að fara með fleipur og lygar. Dæmigerð framkoma gagnvart okkur kennurum.
Þessu liði er guðvelkomið að koma og tala við mig um þetta. Í dag var ég t.d. að kenna frá 8:10 til 13.50. Það var með naumindum að ég næði í frímínútur, missti nánast alveg af einum, því nemendur og aðrir kennarar þurfti mikið að tala við mig í dag. Náði ekki að svara símtali sem ég fékk og þarf að afgreiða á morgun. Fór á fund kl. 14:00 og beint af honum á annan til 15.55. Komst samt ekki út úr húsi fyrr en að verða 16:30. Þá er vinnudagurinn búinn. Eða hvað? Ég á eftir að undirbúa morgundaginn af því ég hafði engan tíma til þess í dag. Hvar og hvenær ætli ég geri það? Heima hjá mér í kvöld, kannski? Gæti það verið.
fimmtudagur, september 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
þetta er náttúrlega þokkalega óþolandi :-@
SvaraEyðatónlistarkennarar fylgjast grannt með því sem er að gerast hjá ykkur. okkar síðustu samningar voru eins og ykkar - leyfi til að kenna meira og fá borgað í hlutfalli
garg!!!
já þessi vinnutími er svívirða og launin þannig að maður skammast sín fyrir að þiggja þau!
SvaraEyða