miðvikudagur, september 01, 2004

Ég á bolla í vinnunni sem stendur á öðrum megin He loves me og hinum megin He loves me not. (Mjög viðeigandi reyndar.) Í dag situr samstarfskona hjá mér og sér He loves me - hliðina og spyr hver elski mig. Ég sný bollanum við og segi að því miður þá eigi þessi hlið betur við. Þá fullyrðir hún hann að sé þarna úti þessi sem elski mig. Ég þurfti að hafa mig alla við að ráðast ekki á hana og öskra: En HVAR!!! HVAR ER HANN!! HA! HVAR!!! HVAR!!!

Neeii...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...