Svo ég haldi áfram þar sem frá var horfið þá er það rétt að það er fullt af miðaldra mönnum sem eru fréttamenn en ég man bara eftir Eddu sem fulltrúa kvenkynsins. Það er líka fullt af feitum fréttamönnum. Títtnefndur Ólafur, Helgi, Haukur. Gulli er frekar chubby og Siggi stormur.
Ef við flytjum okkur í auglýsingarnar. Auglýsingin frá Séð og heyrt: ,,Rannsóknir sýna að nekt í auglýsingum dregur að sér athygli..." svo kom feitur ber strákur og dansaði. Auglýsingin frá vídeóleigunum þar sem spikfeitur gaur er að glápa á kassann. Auglýsingin frá Símanum þar sem Sveppi, vel búttaður, striplast. Ætli að samfélaginu fyndist þessar augýsingar fyndnar ef það væru feitar stelpur að dilla sér? O, ætli það.
Þá eru allir sjónvarpsþættirnir eftir. King of Queens, According to Jim, Still standing. Ég er örugglega að gleyma einhverjum. Þá á ég nú eftir að tala um ímyndina sem er sýnd þar. Feitur lúði giftur klárri, mjórri gellu sem er samt (oftast) heimavinnandi. Alltaf svo gaman að fylgjast með jafnréttisþróuninni.
Eftir því sem tíminn leið í Friends þáttunum þá horfði maður á strákana blása út á meðan stelpurnar horuðust. Hið vestræna samfélag er að fitna en sjónvarpið aðlagar sig bara körlunum. Konurnar þurfa að vera grindhoraðar eftir sem áður. Helst photoshoppaðar og eins langt raunveruleikanum að það sé ekki nokkur leið að líkjast þeim. Það er kannski ekki að furða að átröskunartilfellum fjölgar jafnt og þétt og að ungar stúlkur eru með mjög lágt sjálfsmat.
Fleiri feitar konur í sjónvarpið!

Ummæli

  1. Mér finnst það fyndnast þegar strákar sem sjálfir eru feitir og/eða ljótir telja sig þess umkomna að geta gagnrýnt kvenfólk fyrir útlit.

    Annars kenna þessir sjónvarpsþættir kvenfólki það eitt, að fyrst svona flottar gellur geta ekki náð sér í skárri kalla en þetta, þá er betra að vera bara ein. :)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir