mánudagur, desember 06, 2004

Gerði ekkert um helgina, nema sofa auðvitað. Fann samt bók uppi í hillu, Dumasarfélagið. Hún er ágæt og minnir dálítið á Da Vinci lykilinn. Nema hvað að mér finnst málfarið á henni heldur uppskrúfað og leiðinlegt. Veit ekki hvort það á að vera svona eða hvort það sé kristinn R. Ólafsson þýðandi sem er svona leiðinlegur.
Keypti samt sem áður jólaseríur sem ég þarf að troða upp í glugga. Ég reyndi þetta fyrir tveimur árum og þá setti ég seriuna alla á skakk og skjön. Ég er svo ómöguleg í öllu heimilishaldi að það er bara ekki fyndið.
Er að bíða eftir úrslitum úr atkvæðagreiðslunni miklu. Þau eiga að koma á milli 17:00 0g 18:00.

Fékk tvær vondar fréttir í dag. Þetta er ekki gott. Alls ekki nógu gott.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...