fimmtudagur, desember 09, 2004
Tónleikarnir voru bara ágætir í gær. Ég ar auðvitað í gæslu og var mest utan dyra að reka reykjandi fólk af skólalóðinni. Mammúth og Brain Police stóðu upp úr. Strákar og stelpur í Mammúth sem ég var mjög ánægð með. Svo frétti ég að söngvarinn er líklega ungfrú Pollock. Ekki verra auðvitað. Minnir að Raskatið hafi einhvern tíma verið að tala um þetta og hún sé dóttir Danny. Brain Police voru fínir. Gamaldags Rock'n'Roll og síðhærðir skeggjaðir gaurar. Söngvarinn og trommarinn voru með þvílík tilþrif. Söngvarinn fór m.a.s. úr bolnum í síðasta laginu. Hann er með risa-tattú á bakinu. Rokktaugin í gamla fólkinu í gæslunni fór óneitanlega aðeins að titra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli