þriðjudagur, janúar 11, 2005
Það er stríðsástand í Kattheimum. Snotra (the vic) hyggur á hefndir og Kolfinna (the perp) ætlar að klára dæmið. Maður er að grípa þær í felum og fyrirsátum hist og her og svo er hvæs og fótskriður. Jósefína fór í aðgerð um daginn og er fornemuð með skerm og tekur ekki þátt í þessu. Dúlli er almennt og yfirleitt á taugum en reynir stundum að ráðast á aðra hvora. Mútta hefur ákveðið að Kolfinna sé ógurlegt fórnarlamb og það sé Snotra sem sé að leggja hana í einelti. Svo segir hún að Snotra sé feit og þung! Ég er bara sármóðguð út af þessum blammeringum. Kolfinna er að búttast eftir að hún var tekin úr sambandi svo ég kalla hana bara Kollu bollu í staðinn. Og hana nú! Mér finnst Snotra bara vera í fullum rétti eftir að hún varð fyrir þessari svívirðulegu árás þar sem hún svaf í sakleysi sínu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Það getur verið skemmtilegt að fylgjast með heimi katta. Ég vona að stríðsástandið vari ekki lengi.
SvaraEyða