sunnudagur, janúar 09, 2005

Er í miklu ferðalagi með Fróða og Sóma og þeim félögum öllum. Kvenpersónur frekar fyrirferðarlitlar í myndunum en... það verður bara að hafa það og muna hvenær bókin er skrifuð. Mér finnst samt fáránlegt í orustunni um Hjálmsdýpi að smástrákar séu settir undir vopn en ungum konum smalað niður í kjallara og kvartað svo undan fámenni. Ég þoli ekki heldur Arwen. Ég vil að Jóvin fái Aragorn.

I just love my new TV!

1 ummæli:

  1. Til hamingju með nýja sjónvarpið og mynddiskana. :) Ég var einmitt að tengja sjónvarpið hjá mér í gær. Að vísu ekki nýtt tæki, en þó vel þegið eftir viku sjónvarpsleysi. Á eftir að horfa á LOTR sem ég fékk í jólagjöf.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...