miðvikudagur, mars 23, 2005

Eins dauði er annars brauð

Þegar ég hugsa þetta enn lengra þá sé ég að þegar helmingur framhaldsskólakennara er búinn að fá reisupassann þá sparar Ríkið slatta í launakostnað. Með sérstöku tilliti til þess að framhaldsskólakennarar voru að semja og eiga að fá 20% hækkun á samningstímanum. Þá geta Sveitafélögin krafist þess að fá meiri fjárveitingar vegna þess að námskostnaður sem Ríkið sparar er lentur á herðum þeirra. Og grunnskólakennarar hafa þá enn meiri ástæðu en áður til að krefjast launahækkunar þar sem kennsla sem nú er metin meira en grunnskólakennsla er komin til grunnskólakennara. Og peningarnir verða til til að hækka launin.
Ég er búin að skipta um skoðun. Ég styð planið heils hugar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...