laugardagur, apríl 23, 2005

Ég reyndi að óska lesendum gleðilegs sumar á fimmtudag en þá var Blogger með einhverja stæla. Svo ég geri það bara hér með. Gleðilegt sumar!
Læt fylgja með mynd úr Sumarkomusöngleik 9. bekkjar.


Var í afmælispartýi á miðvikudag og skemmti mér konunglega. Geimaldargræjan dælir úr sér unaðskaffi svo nú miðast kaffihúsaferðir við Heimacafé.

Í gær fór ég svo með litlu systur í hesthúsin og kemdi hrossum. Vildi sem minnst vera inni í hesthúsinu því ég fékk þvílíkt ofnæmiskast síðast að það halfa væri hellingur. Frétti reyndar í afmælisboðinu af nýju ofnæmislyfi sem mig langar til að prófa. Þegar maður er með svona víðtækt ofnæmi eins og ég þ.ótt það sé í vægari kantinum þá er erfitt að finna lyf sem virkar á allt. hestsrnir, spænirinn og heyið virðast fara illa í mig. Undarlegt alveg. Ég slapp samt nokkuð vel í gær.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...