þriðjudagur, apríl 19, 2005
Undarlegt nokk þá var ég ekki kosin í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Skil náttúrulega ekkert í því, svona frábær eins og ég er. Ég reyndi þó alla vega. Nú get ég haldið áfram að nöldra úti í horni. I did try. Ég veit ekki hvort ég á að vera eitthvað sorrí, svekkt og sár yfir þessu. Ég nefnilega pínu fegin þótt ég skilji ekki alveg af hverju það er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Laun heimsins eru vanþakklæti. ;)
SvaraEyðaÉg kaus þig altjént en það dugði því miður ekki til :-) Var samt að hugsa um að heilsa upp á þig þarna á fundinum. Finnst nefnilega ég næstum þekkja þig þó við höfum aldrei "talað" saman :-) Geri það kannski næst.
SvaraEyðaEn það þýðir ekkert að gefast upp, bara mæta aftur og aftur og aftur...þar til fólk sér að sér og kýs þig :)
Takk fyrir að kjósa mig og oh, þú hefðir átt að heilsa upp á mig:)
SvaraEyðaJá, ég reyni örugglega aftur en satt best að segja að þótt mér hafi verið fullkomin alvara með þetta framboð þá hef ég frekar verið að reyna að losa mig við verkefni heldur en hitt. Svo ég er ekkert mjög svekkt.:( Ég vonast til að eiga rólegt ár og kem svo endurnærð og gallvösk næsta ár eða kannski þarnæsta.