laugardagur, apríl 23, 2005
Mér finnst auglýsingarnar frá Umferðarstofu með fokkjú krökkunum fyndnar. En mér finnst áherslur Umferðarstofu alrangar. Auglýsingin með konunni þar sem hún æpir á kerlinguna (sic) ,,Beygðu, helv.. beyglan þín, það er komið grænt!" lýsa því mjög vel. Af hverju í ósköpunum situr konan kyrr þegar það er komið grænt ljós? Það hlýtur að liggja ljóst fyrir að það er konan sem situr kyrr á grænu ljósi sem er vandamá´lið. Það er vissulega óþarft að öskra og bölsótast fyrir framan börning er viðbrögðin eru skiljanleg.
Ég keyri daglega upp ó Breiðholt á þrefaldri götunni og það kemur mjög oft fyrir að það keyra þrír bílar samhliða. Helst á 40. Hversu oft kemur það fyrir að fólk er að silast vinstra megin? Ef það er farið fram úr þér hægra megin þá ert þú á rangri akrein. Þegar fólk er farið að keyra uppi í rassgatinu á þér þegar þú ert vinstra megin þá ert þú á rangri akrein.
Og klukkan átta á morgnan eða fjögur og fimm á daginn þá er reglan um þriggja bíla bil bara út í hött. Að snögghemla á gulu ljósi klukkan átta á morgnana eða fjögur og fimm á daginn með bílaflota á eftir þér er ekki í lagi. Þegar þú ert að keyra fremst(ur) með auða og fagra götu fyrir framan þig en heilan bílaflota fyrir aftan þig þá er eitthvað að. Ef þú þorir ekki að keyra klukkan átta á morgnana eða fjögur og fimm á daginn þá áttu ekki að vera að keyra á þessum tíma.
Ég mæli eindregið með því að Umferðarstofa fari að beina sjónum sínum að öllum fíflunum í umferðinni. Það má líka alveg beina athygli að fleiri umferðarreglum en bara þessum um hámarkshraða. Eins og t.d. þessari með vinstri akreinina. Eða að maður eigi að hreinsa gatnamótin á álgstímum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Hvaða, hvaða, er einhver umferðaræsingur í gangi?
SvaraEyðaBara pínu pirruð:)
SvaraEyðaVá, eins gott að ég á aldrei erindi í Breiðholtið. Ég yrði dauðhrædd að keyra þangað vitandi að Ásta gæti verið snaróð á eftir mér! :)
SvaraEyða