Dagurinn í dag var góður. Fyrir utan 5 mínútur þar sem ég ræddi við alveg viðurstyggilega leiðinlegan mann og var dálítið pirruð á eftir. Og af því að maður sukkar alltaf í því slæma þá ætla ég náttla að segja frá þessum leiðindakarli:)
Ég er sumsé gjaldkeri í stigagangnum mínum. Fyrir rétt rúmu ári síðan fluttu inn kornung hjón með lítið barn og þeim gekk einfaldlega illa að borga húsgjaldið. Þetta eru bara fátækir ungir krakkar og ég sagði þeim að vera ekkert að stressa sig á þessu, þau myndu bara borga þegar þau gætu. Svo selja þau íbúðina og þá er þessi skuld gerð upp. Þegar ég er að telja þetta saman, og þetta er í fyrsta skipti sem ég geri svona, þá fer ég eftir yfirliti frá bankanum yfir skuldir síðasta árs og legg svo saman við það sem var komið á þessu ári. Set þetta á blað og læt strákinn hafa. Hann fer með blaðið í fasteignasöluna sem hefur samband við mig og ég bendi á þjónustufulltrúann í bankanum sem geti flett þessu öllu upp. Fæ ég svo tilkynningu um að þetta hafi verið borgað. Allt fine and dandy.
Í gær ætlar nýi eigandinn að borga húsgjald mánaðarins sem er reyndar enn á nafni fyrri eiganda enda áttu skiptin sér stað síðustu mánaðarmót. Þá er það ekki hægt því það er einhver ægileg skuld enn í gangi. Ég hringi og spyrst fyrir og þá er mér sagt að skuldin sé næstum tvisvar sinnum meiri en ég hélt hún hefði verið! Thank you very much, kæra bankayfirlit. Bróðurparturinn af þessu er samt sem áður dráttarvextir, húsgjaldið sjálft sem slíkt hafði í raun verið borgað. Ég ákveð nú samt að hringja í fasteignasöluna og athuga hvort allt sé uppgert á milli seljanda og kaupanda og ef svo sé ekki hvort það sé einhver möguleiki að fá eitthvað upp í þetta.
Fasteignasalinn sem sá um söluna, eldri maður, kemur í símann. Hann er með einhvern svona besserwissara yfilætistón í röddinni og dregur seiminn. Hækkar tóninn á fyrsta atkvæði og dregur svo seiminn í ár og aldir á seinna atkvæði.
Ég lýsi vandræðum mínum en kemst ekki að með spurninguna.
Fasteignasalinn: ,,Jááá.... Þaaað er tvennt fyrir þig að gera í stöðuuuunnniiiiii..... Annað hvort reynir þú að fá seljandann til að gera þetta upp eðaaaaaa, þú reynir að fá bankann til að koma til móts við þig því hann gaf þér rangar upplýsingar. Viiið komum í rauninni ekkert meira að þessu enda fengum við undirritaða yfirlýsingu, og við tökum svona yfirlýsingar mjööööööööög hátíðlega, upp á aðra tölu."
Mér er það fullkomlega ljóst að mér urðu á mistök þótt mér finnist nú reyndar skítt að geta ekki treyst yfirliti frá bankanum. En ókey, ef maðurinn fær eitthvað kikk út úr því að núa mér því um nasir þá bara verði honum að góðu. Allt í lagi að fá þessar upplýsingar en ég vildi fá að vita hvort allt uppgjör væri búið svo ég segi:
,,Ég er nú ekkert að gera ykkur persónulega ábyrg fyrir þessu en..."
Fasteignasalinn: ,,Enda geturðu það ekki."
Ég: ,,Nei, enda er ég ekkert að því..."
Fasteignasalinn:,,Enda geturðu það ekki."
Á þessum tímapunkti varð mér ljóst að lífið er bara of stutt til að eyða því í samtöl við svona fífl svo ég sagði:,,Ég heyri alveg hvernig hljóðið í þér er. Ég nenni ekki að tala við þig" og lagði á.
Svo sagði ég samstarfskonu minni frá þessu, sem er gjaldkeri í sínu húsi, og hún sagði að ég gæti víst gert fasteignasöluna ábyrga fyrir þessu. Húsfélagið hefur veðrétt í íbúðinni og ég get lagt inn kröfu sem lendir þá á kaupandanum. En fasteignasalafíflinu ber skylda til að passa upp á réttindi kaupandans alveg eins og seljandans. Þótt að ég fylli út einhvern pappír þá ber honum að kanna hvort það sé ekki allt í lagi.
Það er náttúrulega það sem var að mannfýlunni, hann vissi að hann hafði verið að klúðra líka og þetta gæti kostað hann vesen. Málið er bara að ef hann hefði verið almennilegur þá væri þetta ekkert vesen. But now I'm out to get him. Ég er búin að semja við seljandann um borgun og leysa það mál. En þetta fasteignasalafífl á eftir að fá ljósrit af lögunum í hausinn. Og ef hann á ekki fasteignasöluna þá mun ég vissulega hafa samband við eigandann og segja honum hvurslags erkifífl og dóna hann er með í vinnu.
miðvikudagur, maí 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Kosturinn við konur er sá að þær fá ekki einhver svona macho-köst og tala niður til kvenna. Mér leiðist óskaplega þetta ,,Ég er gamall, ljótur og heimskur en ég er þó alla vega kall og get þ.a.l. talað niður til þín." Skjóta þá.
SvaraEyðaVona að þér gangi vel með íbúðina. Krossa fingur:)