sunnudagur, maí 08, 2005

Þar sem ég er nú að berjast gegn depresion þá samþykkti ég að fara í sveitina með mæðgunum. Litla systir er dagmamma hjá hundastelpu (ég veit það heitir tík, hundastelpa er bara sætara) sem er ferlega sæt og skemmtileg og mikill hvolpur inn við beinið þótt hún sé orðin átta ára. Hún kann ekki að sækja hluti og það var alveg sama þótt ég kastaði frisbee, spýtu eða sparkaði fótbolta ég þurfti að hlaupa sjálf á eftir þessu öllu. Hestarnir voru reyndar mjög spenntir fyrir frisbeeinu og hlupu á eftir því. Hestarnir voru líka mjög spenntir fyrir hundinum og Ísold, þriggja vetra trippi, elti hana á harðaspretti og virtist ætla sér að hlaupa hana niður. Samt er Ísold voða blíð og sleikir mann sundur og saman ef maður er ekki nógu fljótur að forða sér. Ég er alla vega komin með augastað á þessum hundi og langar mikið til að stela honum. (henni).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...