miðvikudagur, maí 04, 2005
Mér tekst á einhvern undarlegan hátt að eyðileggja allar tölvumýs sem koma nálægt mér. Er nýbúin að nappa nýrri í vinnunni og þarf að fá aðra því þessi ,,nýja" (nappaði henni af annarri tölvu) er farin að hoppa og skoppa um allan skjá. Músin heima er búin að hoppa og skoppa um allan skjá í dálítinn tíma núna en ég hef neitað að fá mér nýja því þessi er rétt um ársgömul. Ég finn samt að þetta er byrjað að pirra mig svo ég fjárfesti væntanlega í nýrri fljótlega. En alveg er mér fyrirmunað að átta mig á hvað ég er að gera rangt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
er þetta ekki leisermús? Hefurðu tékkað á undirlaginu? Þær þola alls ekki harðplast og heldur ekki að vera beint á tréborði. Músarmottan skiptir öllu máli með laserinn.
SvaraEyðaA-ha. Held að þetta sé harðplast motta. Prófa að snúa henni við og nota svampinn.
SvaraEyðaPS. Setti síðan blað ofan á svampinn og músin er hætt að hoppa og skoppa! Takk kærlega.
SvaraEyðanó prob :-)
SvaraEyðataumottur eru vist bestar.