Mér varð það á að mótmæla aldursmuni í skólanum í dag. Ég er bara algjörlega mótfallin því að stelpur í 8. og 9. bekk séu að dandalast með strákum með bílpróf. Algjörlega á móti því þótt ég geti séð í gegnum fingur með stelpurnar í 10. Spunnust af þessu nokkrar umræður og nemendur mjög hneykslaðir á mér, þetta væru jú bara tvö til þrjú ár. Vissulega, en á þessum aldri er þetta bara talsverður munur. Þar með var aldurmunsumræðan komin í gang og þau spurðu hvað mér fyndist um Nylon stelpuna og fertuga kærastan hennar. Ég sagðist nú varla geta verið mikið á móti því þar sem ég hefði einu sinni átt kærasta sem var 23 árum eldri en ég. Börnin voru felmtri slegin og nú eru þau búin að segja öllum skólanum þetta og öllum kennurunum. Ég get reyndar ekki séð að þetta sé fréttnæmt en það er svona. Fyndið. Vona bara að það fari ekki allt að fyllast af einhleypum öfum í skólaheimsóknum. Og þó...
Var hjá tannlækninum í dag og hann deyfði mig. Tvisvarr. Mér finnst svo vont að láta deyfa að ég reyni að koma mér undan nálinni. Það var næstum því sprottið fram tár. Sem betur fer gerði hann við allar þrjár holurnar í staðinn fyrir að dreifa þessu yfir einhvern tíma. ,,Nýta deyfinguna." Ég var ægilega þakklát. Ákvað samt að sleppa því að fara í bankann þótt ég þyrfti þess þar sem andlitið á mér var svona hálflafandi einhvern veginn og ég hafði enga stjórn á efri vörinni.
þriðjudagur, maí 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli