mánudagur, ágúst 08, 2005

I'm on line! I'm on line! Og ekki jafn erfitt eins og ýmislegt annað. Innhringisambandið er að vísu skelfilega hæggengt en hva...
Flutti í Aðaldalinn um helgina. Tók litlu systur með til að hjálpa. Þegar við vorum að vesenast í kössunum þá heyrðum við muu og litum út um gluggann. Þetta er útsýnið úr stofunni hjá mér.
Stofuútsýni
Lífið er gott.
Náðum ekki að tengja sjónvarpið því Aðaldælingar hafa kerlingu í veggnum en ekki karl svo við gátum ekkert horft á sjónvarp um helgina. Fór svo áðan og keypti T-tengi á Akureyri um leið og ég skutlaði litlu systur í flugið heim. Keypti vitlaust tengi! Stundum er maður bara vitlaus. Svo ég rúllaði á Húsavík og keypti tveggja karla snúru þar. Sætur strákur sem afgreiddi mig með þetta og útbjó snúruna:)
Næ Ríkissjónvarpinu inn en ekki Stöð 2. Já ég gerðist áskrifandi að Stöð 2 í tilefni flutninganna. Fúlt að borga fyrir áskrift að einhverju sem maður nær ekki. Best að hringja í húsvörðinn og röfla.

2 ummæli:

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...