Það eru þrjár kirkjur á svæðinu svo sóknin okkar er ekkert sérstaklega stór og kórinn þá ekki heldur. Þar sem það voru bara sex söngfuglar mættir í gær þá var mér ekki hent út þótt ég syngi alveg skelfilega falskt. Mér hafði nebbla verið skipað á bekk hjá sópranunum en ég er ekki sópran. Fór ég því illilega út af laginu og háu tónarnir.. jeddúdamía. Kórstjóranum fannst þetta ekkert mál og ég verð sett hjá milliröddunum næst. Ég reyndi að syngja með mínu nefi en það að hafa sópran í eyranu á sér truflar ótrúlega og ég fór auðvitað að reyna að halda í við þær. O, jæja, þetta gengur bara betur næst.
Ákvað í líta við í skólanum á heimleiðinni þótt ég eigi ekki að kenna þar í dag og þá voru börn úti í Hollí Hú. Frábært, það vöknuðu bara gamlar minningar.
Góð grein hjá Daníel í dag.
föstudagur, október 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli