þriðjudagur, október 18, 2005

Sveitungi minn setti doktorsritgerðina sína í póst í dag. Í tilefni af því bauð konan hans okkur heim í smá surprise veislu. Nú væri kominn tími til að slappa af og boðið upp á pizzu og kók. Það þykir mér nú ekki ónýtt og hugsaði mér gott til glóðarinnar. En pestarófétið hefur haft þau áhrif, þótt farið sé (7, 9, 13) að ég get ekki borðað jafnmikið og mig langar til að borða! Það er bara glatað. Það er ekkert minna en hneykslanlegt framferði.
Hins vegar varð þetta hin ánægjulegasta kvöldstund, margt spjallað og krakkarnir skammaðir fyrir að sækja of mikið í nammið og gaman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...