mánudagur, október 17, 2005

Ég þori varla að segja það af ótta við að jinxa því en.. Ég held mér sé að batna. Mér liði ofboðslega vel ef mig klæjaði ekki svona alls staðar. Útbrotin eru sem sagt út um allt. Nema á andlitinu. Thank God for small favors.
Reyndar fannst samstarfsfólki mínu útbrotin, sem sjást á höndunum á mér, svo óspennandi og óaðlaðandi að ég var eiginlega fæld aftur til læknis. Svo ég mætti aftur á Heilsugæsluna. Komin í áskrift bara. Læknirinn sagði mér að þetta væru mjög dæmigerð vírusútbrot. Líkaminn væri að losa sig við veiruna. (Yeah! Baby! Out of my house! Out, I say!) Það væri lítið við þessu að gera annað en þrauka og kannski bera á sig hýdrókortisón til að draga úr kláða. Þið megið geta hver var mætt í Apótekið nokkrum mínútum seinna. Orðin fastagestur þar líka. O, jæja. En mér er sem sagt (7, 9, 13) að batna.

1 ummæli:

  1. Þetta hljómar eins og raðpestir...
    Vírusútbrot - alltaf heyrir kona eitthvað nýtt.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...