mánudagur, október 24, 2005

Til hamingju með daginn!

Það er vetrarfrí í skólanum í dag (já kennarar eiga ógeðslega gott, frí í lange baner og blabla) svo ég fór til Reykjavíkur um helgina. Klukkan þrjú í dag átti ég pantaðan tíma hjá tannlækni þar sem ég braut upp úr krónísku tönninni einu sinni sem oftar og svo flaug ég klukkan fimm. Ég skrópaði sem sagt á fundinn. Og sé alveg rosalega eftir því! Rosalega er ég ánægð hversu margar konur mættu á fundinn og segir okkur það að þrátt fyrir allt blaður og kjaftæði og feministahatur þá eru konur meðvitaðar og átta sig á stöðunni. Frábært stelpur!

2 ummæli:

  1. Já, ég á ekki orð! Ég vona a.m.k. að tannlæknirinn hafi verið karl. Og að tönnin sé komin í lag.

    SvaraEyða
  2. I know!! Þetta var eini virki dagurinn sem ég var í bænum og eini tíminn sem ég gat fengið. Tannlæknirinn er karl og hann var með litla strákinn sinn með sér:) Og tönnin er komin í lag í bili.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...