Þar sem ég hef legið í pest, vírusútbrotum og almennum aumingjaskap ákvað ég að gera eitthvað til að auka mér hreysti. Sem sönn íslensk kona þyrfti ég að taka lýsi og sofa í fersku lofti. Kyntir ofnar og lokaðir gluggar væru bara fyrir kveifar og pestargemsa. Mér fannst þetta ekki alveg jafn sniðugt í morgun þegar ég vaknaði í 11 stiga frosti og hafði ekki hina minnstu löngun til að stinga tá undan sæng.
Seinni partinn var kennarafundur og á meðan hann var að hefjast þá lagði ég fram formlega kvörtun: Mér hafði ekki verið gerð grein fyrir því í atvinnuviðtalinu í vor að ég mætti eiga von á því að vakna í 11 stiga gaddi. ,,11 stiga frost! Hva! Bíddu þar til það fer í 20 stig." Sem ku vera algengt. Komin í kvörtunarham vildi ég ekki láta slá mig út af laginu og kvartaði undan því að mér hefði ekki heldur verið gerð grein fyrir því að hér gæti veðurhamur orðið slíkur ófært yrði á milli húsa. ,,Ásta mín, þú spurðir ekki."
Að mér læðist sá lúmski grunur að á mig hafi verið leikið.
miðvikudagur, október 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
úff :-O Hvað ætli annað komi upp úr dúrnum sem þér láðist að spyrja að?...
SvaraEyðaOg þú vilt að ég flytji á þennan hjara veraldar?
SvaraEyðaOh, come on! It's fun!
SvaraEyða