Það er svo brjálað félagslíf hérna að ég kemst bara ekki yfir allt og verð að velja og hafna. Kvenfélagsfundur og sameiginleg kirkjukórsæfing sama kvöldið. Ég valdi kirkjukórinn, lofaði mér þangað á undan. Söng millirödd núna og hélt lagi svona þokkalega. Hinar milliraddirnar hjálpuðu mér mikið, sungu í eyrað á mér og útskýrðu nóturnar. Það var bara verulega gaman. Er búin að komast að því að mér finnst mjög gaman að syngja.

Verð greinilega að drífa mig að fjárfesta í nöglum. Mér reyndara fólk hefur enga trú á að snjóa leysi fyrr en í vor.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir