Ég spurði samkennara mína að því í dag hvort þeir hefðu fengið sölumann í heimsókn í gær. Jú, jú. Svo var ég spurð hvort mér hefði ekki fundist heimsóknin skemmtileg. nei, mér fannst hún afar lítt skemmtileg. ,,Hreytti hann í þig ónotum þegar þú vildir ekki kaupa?" Þetta er víst bara tilfellið með blessaðan manninn.
Pantaði bækur og tvo DVD diska frá Amazon 7. september. Sendingin er loksins komin til landsins. Ég er búin að faxa leyfi til Póstsins að hann megi opna pakkann í leit að vörureikningi. (Eins og ég hafi átt eitthvert val, hu.) Hann fannst ekki svo ég þurfti að senda reikning. Ég faxa kreditkortareikninginn minn. Nei, það er ekki nógu gott. Þ.e.a.s. ef eg vil ekki láta tolla allt í topp. Ég forwarda staðfestingunni frá Amazon í tölvupósti. Nei, það er ekki heldur nógu gott. What the bloody fuck! Viljiði bara drulla pakkanum mínum hingað!
fimmtudagur, október 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Dæmigerður pósturinn.
SvaraEyðaHefur alltaf dugað hjá mér að forwarda emailinn frá amazon. Oftast hefur verið reikningur utaná pakkanum sem er tekin gildur.
en þetta er svona með póstinn. Það eru aldrei sömu vinnubrögð. Engin samræming í þessu
Huh. Pantar enginn orðið frá Amazon þarna fyrir norðan? Ég hef aldrei lent í veseni með amazon, reikningurinn er iðulega í plastumslagi utan á pakkanum. Ef ekki þá gildir staðfestinginn frá þeim hef ég heyrt. Þú hefur lent á einhverjum sem er í mun að angra þig. Lausnin er að senda frekjulegt, harðort bréf með viðhangandi staðfestingu frá amazon á yfirmanninn. Works like a charm...
SvaraEyðaAmazon staðfestingin virðist eitthvað hafa afbakast þegar ég forwardaði henni. Það var að vísu hægt að lesa út úr henni hvað hvað kostaði en það þurfti aðeins að rýna. Það er náttúrulega ekki hægt að ætlast til þess. Svo ég sendi aftur staðfestinguna bara copy-paste og það virðist vera í lagi. Nema hvað ég þarf auðvitað að endurtaka viðtökunúmerið sem var í fyrsta pósti sem þau reply-uðu og ég reply-aði svo aftur. Þannig að númerið er þarna í póstinum. En, aftur, þá hefði þurft að leita aðeins. Ég geri greinilega of miklar kröfur.
SvaraEyða