Just walk away.
Bankað upp á klukkan 10 að kveldi í skítakulda. Sölumaður sem átti one-hit-wonder á níunda áratugnum stendur fyrir utan. ,,Hérna erum við með stóóórkostlegt tilboð fyrir kennara. Úr torfbæjum inn í tækniöld. Bara 3000 á mánuði í átta skipti. Í kaupauka (einhver bók) upp á 15 þúsund. Þetta er bók sem allir kennarar þurfa." Jáhá. Enn ein bókin. Sem bókmenntafræðinemi og seinna sem útskrifaður bókmenntafræðingur hef ég nú fengið ófá stórkostlegu tilboðin. Og akkúrat núna er fjárhagsstaðan ekki góð, nagladekkin bíða, dýrt matvöruverð úti á landi og kennarar bara ekki með þessi stórkostlegu laun sem margir halda. Besides, bókin kemur væntanlega á bókasafn fljótlega ef ég þarf á henni að halda. Þessum sölumanni kemur þetta bara ekki við. Svo ég svara: ,,Nei, takk. Hef ekki áhuga." Sölumaðurinn ofboðslega hneykslaður: ,,Ekki áhuga... Hvað kennir þú?" ,,Ég kenni allt. Ég er sérkennari." Um leið og hann labbar í burtu, yfir sig hneykslaður og nánast sorgmæddur: ,,Hef ekki áhuga. Ég hef aldrei heyrt kennara segjast ekki hafa áhuga." Ókey,ég veit að það er kvöld og skítakuldi og þetta er örugglega vanþakklátt starf en.. Hann hefur ekki rétt a því að gefa það í skyn að fagvitund minni sé eitthvað ábótavant þótt ég hafi ekki áhuga á þessari bók. Aukinheldur, næst þegar hann bankar upp á að kvöldi eða degi, í nístingsgaddi eða sól þá er alveg ljóst að ég mun ekki hafa áhuga.
miðvikudagur, október 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli