Datt í jólaástandið í dag. Fór með litlu systur (Hún fékk það líka út að hún væri Donald Rumsfeld. En þið eruð líka skyld.) í Elko að fjárfesta í símum. Það var allt stappað af fólki að eyða peningum. Er það ekki hin eina sanna jólastemmning, að spandera peningum í eitthvað sem maður þarf ekki að nota?
Fórum eftir það í opið hús hjá Hússtjórnarskólanum. Vinkona litlu systur stundar nám þar. Þetta er alveg rosalega flott hús og ástunduð gamaldagshandiðn. Fyrir mig sen feminista er ég að reyna að fóðra þetta sem handverksskóla, á svo erfitt með að kyngja hinu. Svo fengum við kakó með rjóma, kleinur og skúffukökur. Ég datt alveg inn í gamla jólafílinginn hjá afa og ömmu á Hringbrautinni. Þetta var mjög gaman þótt mér skiljist að skólastjórinn eða forstöðukonan hafi aldrei ropað eða rekið við fyrir framan eiginmann sinn til 40 ára. Ég fann hana ekki svo ég gat ekki rætt þetta nánar.
Það er bara ein vika eftir af kennslu og ég er gjörsamlega að örmagnast. Það láðist alveg að segja okkur það í kennslufræðinni að þegar liði á misserið þá yrði maður alveg eins og undin tuska og eyddi öllum helgum farlama í rúminu.
laugardagur, nóvember 30, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli