þriðjudagur, nóvember 26, 2002
Ég er komin í skelfilegan vídeó-vítahring sem ég sé ekki fram á að losna úr. Einn kennarinn var veikur um daginn svo afleysingakennarinn leyfði bekk að horfa á vídeó. Kemur svo yfir til mín og spyr hvort það sé ekki í lagi að þau fái að klára að horfa á myndina, það seú ekki nema 10-15 mín. eftir. Jú, elskan mín. Ekki málið. Nema hvað það voru 35 mín. eftir sem þýðir allur tíminn. Mínir krakkar taka eftir þessu og verða alveg brjáluð. Þau fái sko aldrei að horfa á vídeó og égsé sko bara alveg ógeðslega ósanngjörn! Takk fyrir. Þannig að ég neyddist til að leyfa þeim að glápa. Að vísu með skilyrðum, þau urðu að vera stillt og prúð í þrjá daga. Stóðu að sjálfsögðu ekki við það að mínu viti en alveg totally að þeitrra viti. Og þá urðu hinir bekkirnir alveg brjálaðir og ég er alveg hrikalega ósanngjörn and on and on and on.... Svo nú sit ég föst í þessum skelfilega vítahring og sé ekki nokkra leið út.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli