Ég fæ þá spurningu oft frá krökkunum af hverju þau þurfi að læra hitt og þetta. Auðvitað gæti ég reynt að vera háfleyg og útskýra að menntun sé dregin af orðinu menn og menntunin eigi að gera okkur að meira mönnum eins og Páll Skúla orðaði það í Pælingum á sínum tíma.
Einfaldasta útskýringin er hins vegar sú að það er ömurlegt að vera ófaglærður starfsmaður á Íslandi. Það er nefnilega þannig að því minna vald sem fólk hefur því líklegra er það til að misnota það. Og þegar maður er neðstur í virðingarstiganum þá getur hvaða fífl sem er vaðið yfir mann á skítugum skónum í skjóli titla.
Þegar maður er ófaglærð kona þá er ástandið enn verra. Konur eru lægri í launum og fá verr launaðri vinnu. Ég vann sem ófaglærður starfsmaður á Landspítalanum í nokkur ár. Stéttaskiptingin og stéttahrokinn var ógeðslegur. Það fór sko ekki á milli mála að hjúkkurnar voru æðri okkur en læknarnir, lo and behold. Við kvenkynsstarfsmennirnir fengum líka skilaboðin beint í æð, ef neyðarbjallan fór í gang þá áttu karlmennin að hlaupa ekki við, litlu viðkvæmu konurnar. Og það varð að vera alla vega einn karlmaður á vakt. Það gilti að sjálfsögðu ekki um konurnar enda voru oft bara karlmenn á næturvöktunum ,,en sko hjúkkan var kona." Já en sko hjúkkan er ekki starfsmaður þannig að það verður að vera en karlkynsstarfsmaður á vaktinni en það þarf ekki að vera neinn kvenkynsstarfsmaður! Og svo var einn sjúklingurinn svo erfiður að það þurfti tvo karlkynsstarfsmenn til að sitja yfir honum. Svo sátu litlu horuðu strákarnir ábúðafullir á rassgatinu á yfirsetu allan daginn á meðan við kvenfólkið sinntum allri deildinni. Og þeir rökuðu inn yfirvinnunni. Hvað er það annað en illa dulbúið launamisrétti?
To be continued....
sunnudagur, nóvember 24, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli