Ossið er gjörsamlega brjálað. Var að frétta að nágrannadrengur minn hefði fengið ,,lánað" hjólið mitt undanfarnar vikur. Fór niður í hjólageymslu og ætlaði að læsa hjólinu þá var lásinn klipptur á ofninum og búið að hækka sæti og stýri í hæð drengsins. Náði í foreldrana og úthellti mér yfir þá. Mamman kannaðist við að hann hefði sagst hafa tekið hjól einu sinni sem aldrei væri notað. Í fyrsta lagi þá nota ég hjólið á sumrin og í öðru lagi; hvað með það þótt hjólið væri aldrei notað? Það gefur honum ekki rétt til að taka það. Urrr!!!!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir