Það skiptast á skin og skúrir í þessu blessaða lífi. Þar sem þetta er fyrsta árið mitt í kennslu þá er ég alltaf bara nokkrum skrefum á undan krökkunum í efninu. Svo í gær var ég gripin því þótt ég þekki fornöfnin þá var ég ekki alveg með þetta allt saman á tæru enda ekki að kenna það heldur allt annað. Slapp nú með skrekkinn og sagði þeim að þau mættu ekki fara illa með mig þetta væri jú bara fyrsta árið mitt. Þá spurði ein stelpan: ,,En fyrst þetta er fyrsta árið þitt af hverju veistu þá svona mikið?" Ég lét ekki á neinu bera og vitnaði í Guðna rektor og sagðist vera gamall og vitur labbi sem væri búinn að vera lengi á jörðinni. En svo þurfti ég að halda mér fast í kennaratöfluna svo ég flygi ekki á eyrunum út um alla stofu. Svo var ég lamin í dag. Damn...
Nenni ekki að sinna endurminningunum í bili. Þurfti bara aðeins að viðra út, það er svo þreytandi að vera með draugagang í sálinni.
föstudagur, nóvember 29, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli