miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Annað kvöldið á Da Vinci lykils námsskeiðinu. Ég komst hvorki í það að lesa bókina aftur né senda prestinum fullt af spurningu,. Ég var svo gjörsamlega slegin út af laginu núna um helgina. Sessunautur minn tók upp spjall og nefndi þann möguleika að kannski hefði frumkirkjan sjálf tekið upp á því að fela fjölskyldu Jesú þeim til varnar. Hefur ekki verið gott að eiga ættir að rekja til hans þegar ofsóknirnar miklu stóðu yfir. Þetta finnst mér góður punktur. Svo varð mér það á að nefna að ég væri grunnskólakennari. Bad mistake. Ég er nú samt ekki mikið slösuð.

Ég var að muna það núna áðan þegar ég var að norpa úti í kuldanum í korter af hverju ég keypti bíldrusluna í vor. Það er gjörsamlega óþolandi að vera upp á annað fólk komin. Það væri nú gott að eiga eins og eina milljón í vasanum núna og geta keypt sér almennilegan bíl. Hmmmm.....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli