Það leynir sér ekki að foreldrar eru reiðir í dag. Börn þeirra eru vanrækt í skólum landsins með grátstafinn í kverkunum. Þurfa að fara ein heim í kafaldsbyljum a milli húsa. Allt í lagi,ég skil reiði foreldra upp að vissu marki. Hins vegar þá var það í öllum fréttatímum á öllum stöðvum í gær að grunur léki á undarleg kennaraflensa væri að breiða úr sér. Þannig að í rauninni skil ég ekki alveg af hverju þetta kemur foreldrum svona a óvart.
Hins vegar skil ég ekki ámælið sem kennarastéttin situr undir. Það hlýtur hverjum heilvita manni að vera það ljóst að þetta eru svívirðileg ólög sem snerta alla verkalýðsbaráttu í landinu. Kennarar nýttu sér lögbundinn rétt sinn og höfnuðu vondri miðlunartillögu. Þá grípur Alþingi í taumana og setur verri lög. Það sem felst í lögunum er minna en það sem fólst í tillögunni. Okkar er refsað fyrir að nýta okkur lögbundinn rétt okkar. Lögin eru með níðþunga sveitastjórnaslagsíðu. Svo þunga að það er ekki hægt að tala um neitt annað en samráð ríkis og sveita til að brjóta á launþegum. Svo er talað um virðingu fyrir lögunum.
En hvað segir þetta þeim stéttum eru að fara í sína kjarabaráttu? Að það sé betra að samþykkja vont tilboð en fá á sig enn verri refsingarlög. Er þetta lýðræðið sem við viljum búa við? Er þetta ,,samningsrétturinn" sem við viljum að ríki í landinu?
mánudagur, nóvember 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli