Þá er ég komin með launaútreikninginn.
Núna í dag er ég í grunnröðun 232, þrep 4 (30+). Það eru 170.250,- á mánuði. Af því að skólastjórinn minn er svo góður við mig þá fæ ég 4 potta (fór rangt með pottafjölda fyrir einhverju síðan, biðst afsökunar á því) og er því í launaflokki 236 þrepi 4. Það gefur mér laun upp 191.617,- Ég er að vísu með tvo yfirvinnukennslutíma á viku og félagsstarf sem eg fæ greitt fyrir skv. ÍTR taxta. Síðustu útgreiddu mánaðarlaun hljómuðu upp á 160.000,- (Ég er nefnilega með minni yfirvinnu núna en síðasta vetur.)
Skv. nýja samningnum hækka ég upp í 202.157,- í mánðarlaunum. Hey, kúl, það þó alla vega hækkun. Þann 1. janúar 2005 hækka ég í 208.222,- Úlla-laa. 35 ára með 120 háskólaeiningar upp á vasann. Nei, það er ekki nema von að efnahagslífið taki kollsteypu þegar það er verið að borga mér svona kóngalaun.
En, bíðum nú hæg. Þann 1. ágúst 2005 detta skólastjórapottar út og ég þá niður í mína grunnröðun 232. Að vísu kemur rosa hækkun upp á rúm 9% á móti. Ef ég verð með minna en 20 nemendur í bekk þá helst grunnröðun 232 og launin verða 202.152,- En ef ég verð með meira en 20 nemendur í bekk þá fer ég í grunnröðun 233 og launin heil 208.216,- Spurningin er sem sagt, hversu mikið lækka ég 1. ágúst, um 6 krónur eða 6.070,-
1. jan. 2006 hækka ég upp í 207.206,- skv. grunnröðun 232 eða í 213.422,- skv. grunnröðun 233.
1. jan. 2007 232 fer í 211.869,- en 233 í 218.224,-
1. jan. 2008 232 216.636,- 233 223.135,-
Ég er ekki viss um að þegar ég verð orðin 38 ára, enn með mínar 120 einingar og 6 ára kennslureynslu á bakinu að ég verði sátt við 216.636,-
föstudagur, nóvember 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Blessaður demdu þér í kennsluna. Það eru að losna stöður út um allt.
SvaraEyðaheyrðu gleymdir þú ekki hækkunin um 2 launaflokka? hún er eitthverstaðar þarna líka, þú ættið þá að fara í 324 þann 1.8.2005, annars þarf virkilega háskólagráðu til að geta lesið sig í gegnum saminiginn. og það eru örugglega þó nokkrir að hugsa sig um að fara að kenna, nú er tækifærið. ég t.d. myndi hækka um tæp 50%, ekki slæm sú hækkun... og ekki verður svo mikið erfiðari...
SvaraEyðaÞað eru engar tveggja launaflokkahækkanir inni í þessu. Það voru teknir út þessir tveir neðstu svo yngsta fólkið gæti kannski lifað af laununum sínum.
SvaraEyðaVið höfum áður rætt álit þitt á kennslunni og ég ætla ekki aftur út í þá sálma.
120 einingar? Það er fjögurra ára nám er þaggi?
SvaraEyðaJú, ég kem ekki úr KHÍ heldur HÍ. BA í bókmenntafræði + kennslufræði til kennsluréttinda.
SvaraEyða